Uppsteypa á rannsóknarhúsi Landspítala að hefjast

Uppsteypa á rannsóknarhúsi Landspítala að hefjast

Uppsteypa rannsóknarhúss Landspítalans við Hringbraut mun hefjast innan skamms og er undirbúningur þess þegar hafinn. Rannsóknarhúsið verður á 5 hæðum ásamt kjallara á einni hæð, alls um17.500 m², en byggingin mun sameina alla rannsóknarstarfsemi spítalans.

Kynning á skipulags- og matslýsingu vegna nýs aðalskipulags Hafnarfjarðar

Kynning á skipulags- og matslýsingu vegna nýs aðalskipulags Hafnarfjarðar

Kynningarfundur um skipulags- og matslýsingu nýs aðalskipulags Hafnarfjarðar 2023-2040 var haldinn á dögunum. Lýsingin segir til um forsendur, markmið og áherslur vinnunnar sem framundan er við endurskoðun skipulagsins m.a. hvernig verði staðið að kynningum, samráði og umhverfismati.

BIM breytir því hvernig við hönnum

BIM breytir því hvernig við hönnum

BIM er aðferðafræði þar sem stafrænar lausnir eru nýttar við gerð upplýsingalíkans fyrir mannvirki. BIM er fagsvið í örum vexti og hjá VSÓ starfa reyndir ráðgjafar á þessu sviði. Notkun BIM breytir því hvernig við hönnum og eykur skilning á milli fagsviða.

Starfsfólk VSÓ gróðursetur tré til að minnka kolefnissporið

Starfsfólk VSÓ gróðursetur tré til að minnka kolefnissporið

Starfsfólk VSÓ og fjölskyldur gróðursettu í haust 156 nýjar trjáplöntur í tráræktarlundi fyrirtækisns við Reynisvatn. Mikill drifkraftur og gleði ríkti í hópnum enda verkefnið skemmtilegt og gefandi. Gróðursetning trjánna er liður í átaki VSÓ við að draga úr kolefnisspori vegna starfsemi sinnar.

Endurbætur á stoppistöðvum almenningssamgangna á landsbyggðinni

Endurbætur á stoppistöðvum almenningssamgangna á landsbyggðinni

Skýrsla um endurbætur á stoppistöðvum almenningssamgangna á landsbyggðinni m.t.t. aðgengis fatlaðra hefur verið gefin út. Meginmarkmið skýrlunar er að aðstoða Vegagerðina við að bæta aðstöðu fatlaðs fólks með grunnhugmyndum að hentugum stoppistöðvum.

Ræsipunktakerfi neyðarbíla reynist vel

Ræsipunktakerfi neyðarbíla reynist vel

VSÓ Ráðgjöf vann nýverið verkefni þar sem úttekt var gerð á ræsipunkta/forgangskerfi neyðarbíla. Meginniðurstaða er að kerfið er mikið notað og neyðarbílar fá forgang oft á dag sem gefur til kynna að kerfið hafi hjálpað til við að stuðla að bættum viðbragðstíma.

Áhugaverðir staðir á Gullna hringnum – skráning myndastoppa

Áhugaverðir staðir á Gullna hringnum – skráning myndastoppa

Gera þarf úr­bæt­ur og auka um­ferðarör­yggi á mörg­um áningarstöðum ferðamanna við Gullna hring­inn. skv. úttekt VSÓ á helstu stöðum þar sem ferðamenn stoppa til að taka myndir eða skoða útsýnið á þessari fjölförnu ferðamannaleið.

Styrkir úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar

Styrkir úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar

Nýverið var úthlutað styrkjum úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar og hlutu sjö verkefni frá VSÓ styrk úr sjóðnum. Verkefnin snúa m.a. að umferðarljósastýringum, greiningu á ferðavenjum, hönnunarleiðbeiningum fyrir hjólreiðar o.fl.

Landeldi með áherslu á sjálfbærni og hringrásarhagkerfi

Landeldi með áherslu á sjálfbærni og hringrásarhagkerfi

VSÓ hefur komið að verkefnum við uppbyggingu landeldis með ýmsum hætti, allt frá mati á umhverfisáhrifum yfir í hönnun á mannvirkjum. Kröfur um sjálfbærni og lágmörkun umhverfisáhrifa fara sífellt vaxandi og því skiptir vönduð deiliskipulagsvinna og mat á umhverfisáhrifum miklu máli.