Rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar

Rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar

Starfsfólk VSÓ fékk úthlutað styrkjum úr Rannsóknarsjóð Vegagerðarinnar til að vinna að sex verkefnum á þessu ári. Þar af voru tvö kynnt á Rannsóknarráðstefnunni föstudaginn 2. nóvember.

Draga úr loftslagsáhrifum bygginga

Draga úr loftslagsáhrifum bygginga

Þegar kemur að hönnun bygginga þarf að draga úr mengun og losun kolefnis bæði úr byggingunni sjálfri og við uppbyggingu hennar segir Sigríður Ósk Bjarnadóttir doktor í byggingarverkfræði.

Innsiglingarviti við Sæbraut

Innsiglingarviti við Sæbraut

VSÓ hefur undanfarna mánuði sinnt eftirliti með framkvæmdum vegna uppsetningar á nýjum innsiglingarvita við Sæbraut sem leysir af hólmi vitann í turni Sjómannaskólans.

Isavia rammasamningur

Isavia rammasamningur

VSÓ Ráðgjöf skrifaði undir rammasamning við Isavia um hönnun og ráðgjöf vegna uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli. Fyrstu verkefnin fara af stað núna strax á haustmánuðum.

Lunden skole

Lunden skole

VSÓ Ráðgjöf í samvinnu við Pir II arkitekta eru að hanna mjög spennandi viðbyggingu við Lunden skóla þar sem umhverfisvænar lausnir skipa stóran sess í hönnuninni.

Íslendingar meira á ferðinni en aðrir

Íslendingar meira á ferðinni en aðrir

Smári Ólafsson samgönguverkfræðingur hjá VSÓ var gestur í Morgunþættinum á Rás 2 þann 4. júlí þar sem hann ræddi m.a. um ferðavenjukannanir hér heima og hvort þær séu sambærilegar þeim sem framkvæmdar eru annarsstaðar í heiminum.

Ofanflóðavarnir á Patreksfirði, Vesturbyggð

Ofanflóðavarnir á Patreksfirði, Vesturbyggð

VSÓ Ráðgjöf hefur í samvinnu við Framkvæmdasýslu ríkisins og Vesturbyggð lokið við frummatsskýrslu vegna fyrirhugaðra ofanflóðavarnargarða á Patreksfirði, fyrir ofan Urðargötu, Hóla og Mýrar. Hægt er að nálgast skýrsluna hér á vefnum. Frestur til að senda inn ábendingar er til 7. ágúst næstkomandi.

Samgönguáætlun 2019-2030, auglýsing um matslýsingu

Samgönguáætlun 2019-2030, auglýsing um matslýsingu

Í undirbúningi er gerð samgönguáætlunar 2019-2030. Matslýsing áætlunarinnar er nú til kynningar og vonast er til að sem flestir kynni sér efni hennar. Ábendingar og athugasemdir skulu sendar fyrir 29. júní n.k.

Lokað vegna árshátíðarferðar

Lokað vegna árshátíðarferðar

Vegna árshátíðarferðar starfsmanna VSÓ verður skrifstofa VSÓ Ráðgjafar lokuð fimmtudaginn 17. og föstudaginn 18. maí. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 22. maí kl. 8:30.

Klettaskóli, íþróttaaðstaða

Klettaskóli, íþróttaaðstaða

Nemendur og kennarar Klettaskóla fengu formlega afhent til notkunar nýjan íþróttasal og sundlaug miðvikudaginn 11. apríl. Framkvæmdir við viðbyggingu við Klettaskóla hófust vorið 2015 og gert er ráð fyrir því að þeim verði að fullu lokið í ágúst 2018.

Rannsóknarverkefni fyrir Vegagerðina 2018

Rannsóknarverkefni fyrir Vegagerðina 2018

Sex verkefni VSÓ fengu úthlutað úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar árið 2018. Verkefnin eru margvísleg og snúa m.a. að skipulagsmálum, umferðarskipulagi, almenningssamgöngum og náttúruvernd.

Umferðaröryggisáætlun fyrir Fljótsdalshérað

Umferðaröryggisáætlun fyrir Fljótsdalshérað

Fljótsdalshérað hefur gefið út umferðaröryggisáætlun sem VSÓ vann fyrir sveitafélagið. Í umferðaröryggisáætlun er lagt mat á núverandi stöðu umferðaröryggismála í sveitarfélaginu og lagðar fram tillögur til úrbóta. Lögð er áhersla á að rödd allra fái að heyrast og að tekið sé tillit til allra vegfarendahópa.

Þjónusta við gerð áhættumats starfa og áætlana um öryggi og heilbrigði

Þjónusta við gerð áhættumats starfa og áætlana um öryggi og heilbrigði

VSÓ gerði nú nýlega samning við Auðnast ehf. um heildstæða þjónustu við gerð áhættumats starfa og áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum. Samstarfið gerir fyrirtækjunum kleift að bjóða upp á samræmda þjónustu við að meta og bregðast við hættum í starfsumhverfinu.

Frummatsskýrsla landmótunar kirkjugarðs í hlíðum Úlfarsfells

Frummatsskýrsla landmótunar kirkjugarðs í hlíðum Úlfarsfells

VSÓ Ráðgjöf hefur í samvinnu við Reykjavíkurborg unnið frummatsskýrslu vegna fyrirhugaðrar haugsetningar og landmótunar fyrir kirkjugarð í hlíðum Úlfarsfells. Hægt er að nálgast skýrsluna hér á vefnum. Frestur til að senda inn ábendingar er til 3. apríl næstkomandi.

VSÓ er framúrskarandi fyrirtæki fjórða árið í röð

VSÓ er framúrskarandi fyrirtæki fjórða árið í röð

Fjárhags- og viðskiptaupplýsingafyrirtækið Creditinfo vinnur árlega greiningu á íslenskum fyrirtækjum og gefur út lista yfir framúrskarandi fyrirtæki ársins. VSÓ er meðal þeirra sem eru á lista árið 2017 og er því nú í hópi framúrskarandi fyrirtækja fjórða árið í röð.

Borgarlína – kynning á forvinnu og forsendum

Borgarlína – kynning á forvinnu og forsendum

Greining og umferðarspár VSÓ benda til þess að fjárfesting í Borgarlínu sé hagkvæmur kostur sem leiðir til fleiri valkosta, minni tafa þeirra sem aka í einkabílum og minna vitspors samgangna.