9. júní 2015

VSÓ Járnkarlinn 2015

Föstudaginn 5. júní síðastliðinn var VSÓ Járnkarlinn haldinn í annað sinn. Járnkarlinn er hugsaður fyrir starfsmenn og maka þeirra og einnig sem allsherjar hreyfidagur VSÓ.

Dagurinn hófst með 500 m sundspretti, eftir það var hjólað um 25 km leið að Esjurótum og loks gengið upp að steini. Hægt var að taka þátt í öllum þremur þrautunum eða bara vera með í þeirri þraut sem hentaði hverjum og einum best. Engin tímataka er í Járnkarli VSÓ og því er hver og einn þátttakandi sigurvegari á sinn hátt og á sínum forsendum.

Að kvöldi dags var svo sumargrill að hætti VSÓ haldið í húsnæði Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ og voru að sjálfsögðu allir starfsmenn og makar velkomnir, hvort sem þeir sáu sér fært að taka þátt í þrautunum eða ekki. Þessu var sleegið saman við uppskeruhátíð Hjólað í vinnuna 2015, þar sem VSÓ var í 3. sæti meðal fyrirtækja með 40-69, starfsmenn og tilvalið að halda upp á það í leiðinni.