6. mars 2015

VSÓ fær vottað Öryggis- og heilsustjórnunarkerfi

VSÓ Ráðgjöf fékk fyrr í þessari viku formlega afhent vottorð til staðfestingar á því að Öryggis- og heilsustjórnunarkerfi fyritækisins uppfyllti kvaðir OSHAS 18001:2007 staðalsins en í lok síðasta árs lá fyrir að kerfið stæðist þær kröfur sem gerðar eru skv. staðlinum.

VSÓ Ráðgjöf leggur áherslu á að starfsumhverfi sé öruggt og heilsusamlegt og tryggt sé að enginn starfsmaður skaðist við vinnu sína. Starfsmenn eru hvattir til þess að hafa öryggis- og heilsumál í huga við öll störf og miðla upplýsingum til annarra starsmanna og verkkaupa um öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi.

Vottun Öryggis- og heilsustjórnunarkerfisins skv. OSHAS 18001 er þriðja vottunin sem VSÓ fær á stjórnkerfi sínu en fyrir er fyrirtækið með vottun á gæðakerfi skv. ÍST ISO 9001 og vottun á umhverfisstjórnunarkerfi skv. ÍST ISO 14001.

Hjá VSÓ starfar fólk með umfangsmikla reynslu af því að aðstoða fyrirtæki við að koma á stjórnun á vinnuöryggi í samræmi við kvaðir OSHAS staðalsins og því fyllilega tímabært að VSÓ verði sér úti um slíka vottun.