12. október 2015

Umhverfismat tillögu að samgönguáætlun til kynningar

Samgönguráð hefur auglýst drög að tillögu að samgönguáætlun 2015-2026 ásamt umhverfisskýrslu í samræmi við lög nr. 105/2006. Umhverfismat tillögu að samgönguáætlun 2015-2026 fór fram samhliða áætlanagerðinni og var unnið af VSÓ Ráðgjöf. Greining, umfjöllun og niðurstöður matsvinnunnar nýttust sem innlegg í stefnumótun fyrir tillögu að samgönguáætlun. Með umhverfismatinu hafa verið skilgreind helstu áhrif sem kunna að verða og aðgerðir sem ráðast þarf í til að tryggja að dregið verði úr líklegum neikvæðum áhrifum samgönguáætlunar. Áhersla tillögu að samgönguáætlun liggur að stórum hluta á stefnur, leiðir og aðgerðir til að draga úr neikvæðum áhrifum samgangna á Íslandi.

Drög að tillögu að samgönguáætlun er aðgengileg á heimasíðu innanríkisráðuneytisins og má finna þau hér að neðan:

Umhverfismat tillögu að samgönguáætlun til kynningar

Athugasemdarfrestur er 6 vikur og er til og með 13. nóvember 2015. Ábendingar og athugasemdir við tillöguna og umhverfisskýrslu skal senda á Innanríkisráðuneytið á netfangið postur@irr.is eða á póstfang ráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 101 Reykjavík merkt umhverfismat.