VSÓ Ráðgjöf https://www.vso.is/ Alhliða ráðgjöf á sviðum verkfræði, mannvirkjagerðar og umhverfismála Fri, 05 Jan 2024 18:25:35 +0000 is hourly 1 https://wordpress.org/?v=6.4.2 https://www.vso.is/wp-content/uploads/2022/10/cropped-VSO-icon-gr-533x533-1-32x32.png VSÓ Ráðgjöf https://www.vso.is/ 32 32 Uppsteypa á rannsóknarhúsi Landspítala að hefjast https://www.vso.is/uppsteypa-a-rannsoknarhusi-landspitala-ad-hefjast/ https://www.vso.is/uppsteypa-a-rannsoknarhusi-landspitala-ad-hefjast/#respond Fri, 05 Jan 2024 17:03:17 +0000 https://www.vso.is/?p=63196 Uppsteypa rannsóknarhúss Landspítalans við Hringbraut mun hefjast innan skamms og er undirbúningur þess þegar hafinn. Rannsóknarhúsið verður á 5 hæðum ásamt kjallara á einni hæð, alls um17.500 m², en byggingin mun sameina alla rannsóknarstarfsemi spítalans.

The post Uppsteypa á rannsóknarhúsi Landspítala að hefjast appeared first on VSÓ Ráðgjöf.

]]>
5. janúar 2024

Uppsteypa á nýju rannsóknarhúsi Landspítalans við Hringbraut að hefjast

Í desember sl. skrifuðu Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra og Páll Daníel Sigurðsson, framkvæmdastjóri Eyktar ehf. undir samning um uppsteypu á rannsóknarhúsi Landspítalans við Hringbraut.  Undirbúningur uppsteypu er þegar hafinn og hefst uppsteypan sjálf síðar á þessu ári. Rannsóknarhúsið verður á 5 hæðum ásamt kjallara á einni hæð, alls ~17.500 m².  Byggingin mun sameina alla rannsóknarstarfsemi spítalans á einn stað og bæta til muna aðstöðu til rannsókna og vísindastarfa í heilbrigðisgeiranum.

Hönnun byggingarinnar er í höndum hönnunarhópsins Corpus3, sem samanstendur af fyrirtækjunum Basalt, Hornsteinum, Lotu og VSÓ Ráðgjöf.   Hlutverk VSÓ í hönnunarhópnum er m.a. hönnun jarðtækni, burðarvirkja og lagnakerfa ásamt verkefnastjórnun hönnunar allra fagsviða.

Burðarvirki sem gerir ráð fyrir breytilegri starfsemi

Burðarvirki hússins er úr járnbentri steinsteypu. Val á burðarvirki miðar að því að tryggja möguleika á sem mestum breytanleika í starfsemi spítalans.

Gólfplötur eru mestmegnis bornar uppi af súlum sem ganga samfellt upp allar hæðir hússins. Til þess að lagnaleiðir tæknikerfa verði sem greiðastar, hvíla gólfplötur beint á súlunum en ekki á gólfbitum milli súlna. Auk þess að bera lóðrétt álag eru gólfplötur hluti af afstífingarkerfi hússins og flytja lárétta krafta með skífuvirkni til afstífandi veggja hússins, sem svo flytja þá áfram niður til undirstaðna og berggrunnsins. Stöðugleiki hússins gagnvart láréttu álagi er tryggður með kerfi afstífandi veggja. Til þess að ná sem mestum sveigjanleika í innréttingum og breytanleika í starfsemi spítalans til frambúðar, eru afstífandi veggir mestmegnis staðsettir í útveggjum. Um staka veggi er að ræða, samfellda frá þakplötum til undirstaðna. Veggirnir eru allir með sams konar gatamynstri fyrir glugga- og dyraop. Aðrir veggir eru ekki steyptir og gegna þeir ekki afstífandi hlutverki í húsinu. Byggingaskil skipta byggingunni í tvær einingar.

Rannsóknahúsið er grundað á klöpp. Efstu lög berggrunnsins samanstanda af svokölluðu Reykjavíkurgrágrýti, dæmigerðu dyngjuhrauni sem rann á hlýskeiðum ísaldar. Bergið er myndað úr hallalitlum hraunlögum, oftast 0,5-4 m. þykkum, sem liggja hvert ofan á öðru. Þykkari hraunlögin eru að jafnaði þétt og grófstuðluð um miðbikið en blöðrótt til jaðranna. Berggæði klappar voru metin af 17,5 m. löngum borkjarna og einása brotstyrkur bergsins mældur. Hann reyndist vera á bilinu 30-70 MPa. Við hönnun undirstaðna er miðað við að klöppin beri allt að 5 MPa álag.

The post Uppsteypa á rannsóknarhúsi Landspítala að hefjast appeared first on VSÓ Ráðgjöf.

]]>
https://www.vso.is/uppsteypa-a-rannsoknarhusi-landspitala-ad-hefjast/feed/ 0
Jóla- og nýjárskveðjur frá VSÓ Ráðgjöf https://www.vso.is/jola-og-nyjarskvedjur-fra-vso-radgjof-6/ https://www.vso.is/jola-og-nyjarskvedjur-fra-vso-radgjof-6/#respond Thu, 21 Dec 2023 11:31:32 +0000 https://www.vso.is/?p=63022 Starfsfólk VSÓ Ráðgjafar óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs, með kærri þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

The post Jóla- og nýjárskveðjur frá VSÓ Ráðgjöf appeared first on VSÓ Ráðgjöf.

]]>
22. desember 2023

Jóla- og nýjárskveðjur frá VSÓ Ráðgjöf

Starfsfólk VSÓ Ráðgjafar óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs, með kærri þökk fyrir samstarfið á liðnu ári.

Í tilefni jólanna styrkjum við hjá VSÓ nágranna okkar á kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni 1 með framlagi sem skiptir þá máli og kemur án vafa í góðar þarfir. Á kaffistofu Samhjálpar fær utangarðsfólk og aðrir aðstöðulausir morgunkaffi, meðlæti og heita máltíð í hádeginu alla daga ársins og þar borða um og yfir 180 manns hvern dag.

Á milli jóla og nýárs verður skrifstofa VSÓ lokuð en við bendum á að hægt er að nálgast símanúmer og netföng starfsfólks hérna á síðunni. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 2. janúar kl. 8:30.

Jólakveðjur, Starfsfólk VSÓ.

The post Jóla- og nýjárskveðjur frá VSÓ Ráðgjöf appeared first on VSÓ Ráðgjöf.

]]>
https://www.vso.is/jola-og-nyjarskvedjur-fra-vso-radgjof-6/feed/ 0
Kynning á skipulags- og matslýsingu vegna nýs aðalskipulags Hafnarfjarðar https://www.vso.is/skipulags-og-matslysing-adalskipulags-hafnarfjardar/ https://www.vso.is/skipulags-og-matslysing-adalskipulags-hafnarfjardar/#respond Tue, 19 Dec 2023 18:04:55 +0000 https://www.vso.is/?p=63075 Kynningarfundur um skipulags- og matslýsingu nýs aðalskipulags Hafnarfjarðar 2023-2040 var haldinn á dögunum. Lýsingin segir til um forsendur, markmið og áherslur vinnunnar sem framundan er við endurskoðun skipulagsins m.a. hvernig verði staðið að kynningum, samráði og umhverfismati.

The post Kynning á skipulags- og matslýsingu vegna nýs aðalskipulags Hafnarfjarðar appeared first on VSÓ Ráðgjöf.

]]>
19. desember 2023

Kynning á skipulags- og matslýsingu vegna nýs aðalskipulags Hafnarfjarðar

Vel var mætt á kynningarfund um skipulags- og matslýsingu vegna nýs aðalskipulags Hafnarfjarðar 2023-2040 sem fór fram 7. desember í Hafnarborg. Skipulagslýsingin segir til um forsendur, markmið og áherslur þeirrar vinnu sem er framundan, hvernig verði staðið að kynningum, samráði og umhverfismati.  Hafnarfjarðarbær telur mikilvægt að íbúar Hafnarfjarðar og aðrir hagsmunaaðilar kynni sér lýsinguna og leggi fram ábendingar og athugasemdir um það sem þeir telja að betur megi fara í upphafi vinnunnar. Með því móti getur Hafnarfjarðarbær tekið tillit til ábendinga strax í upphafi.

Stefán Gunnar Thors, sviðsstjóri hjá VSÓ, hélt kynningu fyrir hönd skipulagsteymisins sem vann með Hafnarfjarðarbæ að lýsingunni en það eru auk VSÓ, Landslag, Tendra, Úrbana og VSB. Að kynningu lokinni voru opnar umræður og þar komu fram fjölmargar hugmyndir og áherslur sem gestir töldu mikilvægt að skoða í áframhaldandi vinnu.

Leiðarljós Hafnarfjarðar við endurskoðun aðalskipulags eru vellíðan íbúa, öruggt samfélag, sjálfbært og fjölbreytt samfélag á traustum grunni. Endurskoðunin nær til alls lands Hafnarfjarðar, alls um 170 km2, þar af er Krýsuvíkurland um 46 km2. Hafnarfjörður telur mikilvægt að vera reiðubúinn til að taka á móti þeim vexti sem fyrirsjáanlegur er á höfuðborgarsvæðinu og gerir ráð fyrir að árið 2040 verður fjöldi íbúa í bænum á bilinu 38.000-45.000.

Skipulags- og matslýsinguna má nálgast á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á vef Hafnarfjarðarbæjar. Þá setti VSÓ upp vefsjá fyrir skipulagsvinnuna þar sem m.a. er hægt að merkja á kort og koma þannig á framfæri ábendingum og hugmyndum. koma á framfæri. Öll geta komið með ábendingar við lýsinguna með því að skila ábendingum í gegnum skipulagsgáttina eða með tölvupósti á  skipulag@hafnarfjordur.is í síðasta lagi 15. janúar 2024.

The post Kynning á skipulags- og matslýsingu vegna nýs aðalskipulags Hafnarfjarðar appeared first on VSÓ Ráðgjöf.

]]>
https://www.vso.is/skipulags-og-matslysing-adalskipulags-hafnarfjardar/feed/ 0
BIM breytir því hvernig við hönnum https://www.vso.is/bim-breytir-honnun/ https://www.vso.is/bim-breytir-honnun/#respond Wed, 18 Oct 2023 13:57:02 +0000 https://www.vso.is/?p=62488 BIM er aðferðafræði þar sem stafrænar lausnir eru nýttar við gerð upplýsingalíkans fyrir mannvirki. BIM er fagsvið í örum vexti og hjá VSÓ starfa reyndir ráðgjafar á þessu sviði. Notkun BIM breytir því hvernig við hönnum og eykur skilning á milli fagsviða.

The post BIM breytir því hvernig við hönnum appeared first on VSÓ Ráðgjöf.

]]>
18. október 2023

BIM breytir því hvernig við hönnum 

VSÓ býður upp á BIM ráðgjöf og þjónustu við fjölbreytt verkefni.  Eftirfarandi viðtal við Karinu Sebjørnsen BIM ráðgjafa á skrifstofu VSÓ í Jessheim birtist á norskum vefmiðlum í október 2023 – þar að sjálfsögðu á norsku en hér í íslenskri þýðingu.

BIM, sem stendur fyrir Building Information Modeling þ.e. upplýsingalíkön mannvirkja, er aðferðafræði þar sem stafrænar lausnir eru nýttar til að búa til, stjórna og skiptast á upplýsingum og líkönum.

BIM hefur verið þróað til að bæta skilvirkni, samvinnu og ákvarðanatöku í byggingariðnaði og er kjarninn í samræmdu módeli mismunandi fagsviða s.s. arkitektúrs, burðarvirkja, rafkerfa og lagnakerfa.

– Í stuttu máli felur BIM í sér stafræn þrívíddarlíkön sem veita miklar upplýsingar um mannvirki og tæknikerfi þess. Líkangerð með BIM þýðir að líkan, teikningar og skjalagögn er samtengd, útskýrir Karina Sebjørnsen.  Hún hefur starfað sem BIM ráðgjafi í 18 ár og hefur mikla reynslu af teikningu, þróunarvinnu og ráðgjöf innan fagsins.

Kostir BIM

– BIM er fagsvið í örum vexti og sem VSÓ vill leggja áherslu á. Við erum með okkar eigin BIM deild þar sem reyndir ráðgjafar starfa. Notkun BIM breytir því hvernig þú hannar og það eykur skilning á milli fagsviða, segir Karina.

Sebjørnsen segir að sum séu svolítið efins um notkun BIM þar sem um nokkurn upphafskostnað sé að ræða við að koma kerfinu upp. Að því loknu eru kostirnir þó ótvíræðir og fjölmargir. Stærsti ávinningurinn er sá að villum í hönnunargögnum fækkar mikið og vandamálunum er eytt áður en að vinna á byggingarstað hefst.

– Hluti af starfinu sem BIM ráðgjafi felur í sér gæðaeftirlit. Við skoðum allt frá nafngiftum til númerasetningar á teikningum og líkönum, og  athugum hvort allt sé rétt miðað við kröfur og staðla. Með 3D upplýsingalíkani er auðveldara að finna villur og annmarka. BIM stuðlar einnig að tímasparnaði og lægri byggingarkostnaði, segir Karina.

Með notkun BIM getur þú komið í veg fyrir vandamál og misskilning milli hinna ýmsu fagasviða snemma í ferlinu.  Í BIM líkanið er hægt að sækja nákvæmar heimildir og hnitmiðaðar teikningar.  Annar kostur er að hægt er að nota BIM líkan á byggingarstað og á hönnunarfundum.  Þetta leiðir til aukins skilnings milli verkkaupa, hönnuða og verktaka.

Eitt kerfi fyrir alla

– Það er einnig hægt að gera greiningar í kerfinu þar sem hugsanlegar villur og annmarkar koma í ljós, svo hægt sé að skoða aðrar lausnir og ráðstafanir. Einnig er hægt að tengja BIM við orkuútreikningaforrit sem kemur með tillögur um aðgerðir til orkusparnaðar, segir Sebjørnsen.

BIM er notaði á mörgum fagsviðum og er nýtist í öllu ferlinu, frá skipulagningu til hönnunar, uppbyggingar og reksturs.  Einnig nýtist það til að halda utanum gögn sem eru gagnleg fyrir viðhald byggingarinnar, kerfisleiðbeiningar o.fl.

Þar sem þetta er stafrænt kerfi geta verkefnin verið hvar sem er á landinu eða í heiminum. BIM ráðgjafar þurfa ekki að vera viðstaddir á staðnum í eigin persónu til að vinna rýnisvinnu eða aðstoða við vandamál, brosir Karina.

Fjölbreytt og spennandi verkefni

Verkefni VSÓ Ráðgjafar eru breytileg, allt frá smærri verkefnum innan einkageirans til stærri verkefna fyrir byggingaraðila ríkis og sveitarfélaga. Á verkefnalistanum eru t.d opinberar byggingar, sundlaugar, vöruhús og leikskólar.

– Núna erum við meðal annars að vinna að tveimur stórum verkefnum á Íslandi. Uppbyggingu á flugvellinum í Keflavík, nýrri flugstöðvarbyggingu til austurs auk lengingar norðurálmu og tengingar við suðurbyggingu. Annað dæmi um verkefni verkefnið er stór fiskeldisstöð á landi þar sem framleidd verða yfir 40.000 tonn árlega. Við veitum BIM þjónustu í báðum verkefnum. Þetta eru tvö mjög stór og spennandi verkefni fyrir okkur, segir Karina að lokum.


Nánari upplýsingar veitir:

Karina Sebjørnsen
BIM – Upplýsingatækni í mannvirkjagerð
karina@vso.is
s: +47 932 10 498



Andrés Þór Halldórsson
BIM  – Verkefnastjórn
Byggingarverkfræðingur M.Sc.
andres@vso.is
s: 585 9198

The post BIM breytir því hvernig við hönnum appeared first on VSÓ Ráðgjöf.

]]>
https://www.vso.is/bim-breytir-honnun/feed/ 0
Starfsfólk VSÓ gróðursetur tré til að minnka kolefnissporið https://www.vso.is/starfsfolk-vso-grodursetur-tre-til-ad-minnka-kolefnissporid-3/ https://www.vso.is/starfsfolk-vso-grodursetur-tre-til-ad-minnka-kolefnissporid-3/#respond Thu, 05 Oct 2023 15:40:05 +0000 https://www.vso.is/?p=62368 Starfsfólk VSÓ og fjölskyldur gróðursettu í haust 156 nýjar trjáplöntur í tráræktarlundi fyrirtækisns við Reynisvatn. Mikill drifkraftur og gleði ríkti í hópnum enda verkefnið skemmtilegt og gefandi. Gróðursetning trjánna er liður í átaki VSÓ við að draga úr kolefnisspori vegna starfsemi sinnar.

The post Starfsfólk VSÓ gróðursetur tré til að minnka kolefnissporið appeared first on VSÓ Ráðgjöf.

]]>
03. október 2023

Starfsfólk VSÓ gróðursetur tré til að minnka kolefnissporið

Starfsfólk VSÓ og fjölskyldur gróðursettu í haust 156 nýjar trjáplöntur í trjáræktarlundi sem fyrirtækið hefur til umráða við Reynisvatn. Mikill drifkraftur og gleði ríkti í hópnum enda einmuna blíða, verkefnið skemmtilegt og tilfinningin góð að geta lagt sitt af mörkum í þágu umhverfisins.

Gróðursetning trjánna er liður í átaki VSÓ við að kolefnisjafna reksturinn. Átakið er tvíþætt þ.e. starfsfólk er hvatt til að nýta vistvænar samgöngur á leið til og frá vinnu og safnar yfir sumartímann stigum fyrir hverja ferð. Tré eru svo gróðursett í samræmi við áunninn stigafjölda allra þátttakenda. Með þessum hætti tókst sumarið 2023 að spara 24.377 óvistvæna kílómetra og 6.707 kg voru spöruð af CO losun.

Árið 2023 er áttunda árið sem gróðursetning á trjám fer fram í lundinum og gaman er að sjá hvernig þær fjölbreyttu tegundir sem gróðursettar hafa verið, undir handleiðslu landslagsarkitekta VSÓ, hafa vaxið og dafnað með ári hverju. Meðal gróðurtegunda sem gróðursettar hafa verið eru runnarós, rifs, fura, hlynur, munkagreni, valþinur, silkifura, yndisþinur, cypruss og hengibirki.

VSÓ Ráðgjöf vill leggja sitt af mörkum til að draga úr kolefnisspori vegna starfsemi sinnar.  

The post Starfsfólk VSÓ gróðursetur tré til að minnka kolefnissporið appeared first on VSÓ Ráðgjöf.

]]>
https://www.vso.is/starfsfolk-vso-grodursetur-tre-til-ad-minnka-kolefnissporid-3/feed/ 0
Endurbætur á stoppistöðvum almenningssamgangna á landsbyggðinni https://www.vso.is/endurbaetur-a-stoppistodvum-almenningssamgangna-a-landsbyggdinni/ https://www.vso.is/endurbaetur-a-stoppistodvum-almenningssamgangna-a-landsbyggdinni/#respond Thu, 29 Jun 2023 17:04:13 +0000 https://www.vso.is/?p=60915 Skýrsla um endurbætur á stoppistöðvum almenningssamgangna á landsbyggðinni m.t.t. aðgengis fatlaðra hefur verið gefin út. Meginmarkmið skýrlunar er að aðstoða Vegagerðina við að bæta aðstöðu fatlaðs fólks með grunnhugmyndum að hentugum stoppistöðvum.

The post Endurbætur á stoppistöðvum almenningssamgangna á landsbyggðinni appeared first on VSÓ Ráðgjöf.

]]>
28. júní 2023

Endurbætur á stoppistöðvum almenningssamgangna á landsbyggðinni

Skýrslan Endurbætur á stoppistöðvum almenningssamgangna á landsbyggðinni hefur verið gefin út en um er að ræða afrakstur vinnu VSÓ Ráðgjafar sem var styrkt af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar.

Meginmarkmið verkefnisins var að aðstoða Vegagerðina við að bæta aðstöðu faltaðs fólks á stoppistöðvum almenningssamgangna á landsbyggðinni, með því að útbúa grunnhugmyndir að stoppistöðvum sem nýta má til að hefja viðræður við ríki, sveitarfélög og aðra landeigendur um mögulegar úrbætur stoppistöðva almenningssamgönguvagna á landsbyggðinni.

Grunnur verkefnisins voru niðurstöður úttektar VSÓ Ráðgjafar fyrir ÖBÍ á ástandi stoppistöðva á landsbyggðinni þar sem fram kom að ástand væri víða bágborið að þessu leyti. Með endurbótum á stoppistöðvum á landsbyggðinni eru íslensk stjórnvöld m.a. að uppfylla samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem var fullgiltur 2016, sem tryggir að fatlað fólk geti lifað sjálfstæðu lífi og tekið fullan þátt á öllum sviðum lífsins, þ.á.m. að geta farið allra sinna ferða með þeim hætti sem það kýs, á þeim tíma sem það velur.

Teknar voru fyrir nokkrar stoppistöðvar á Hringveginum þar sem aðgengi var sérlega ábótavant skv. úttekt VSÓ Ráðgjafar, og gerð tillaga að úrbótum á þeim stoppistöðvum. Þá er einnig bent á minni, en mikilvægar, breytingar sem þarf að gera á stoppistöðvum á landsbyggðinni.

Endurbætur á stoppistöðvum almenningssamgangna á landsbyggðinni 2023, skýrsla.

Ástand stoppistöðva á landsvísu 2022, eldri frétt.


Nánari upplýsingar veitir:

Ragnar Þór Þrastarson 
Iðnaðar- og rekstrarverkfræðingur M.Sc.
ragnar@vso.is
s: 585 9208

The post Endurbætur á stoppistöðvum almenningssamgangna á landsbyggðinni appeared first on VSÓ Ráðgjöf.

]]>
https://www.vso.is/endurbaetur-a-stoppistodvum-almenningssamgangna-a-landsbyggdinni/feed/ 0
Ræsipunktakerfi neyðarbíla reynist vel https://www.vso.is/raesipunktakerfi-neydarbila-reynist-vel/ https://www.vso.is/raesipunktakerfi-neydarbila-reynist-vel/#respond Wed, 07 Jun 2023 11:35:28 +0000 https://www.vso.is/?p=60448 VSÓ Ráðgjöf vann nýverið verkefni þar sem úttekt var gerð á ræsipunkta/forgangskerfi neyðarbíla. Meginniðurstaða er að kerfið er mikið notað og neyðarbílar fá forgang oft á dag sem gefur til kynna að kerfið hafi hjálpað til við að stuðla að bættum viðbragðstíma.

The post Ræsipunktakerfi neyðarbíla reynist vel appeared first on VSÓ Ráðgjöf.

]]>
07. júní 2023

Ræsipunktakerfi neyðarbíla reynist vel

VSÓ Ráðgjöf vann nýverið verkefni þar sem úttekt var gerð á ræsipunktakerfi/forgangskerfi neyðarbíla á höfuðborgarsvæðinu fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS), Vegagerðina og Skipulagssvið Reykjavíkurborgar. Verkefnið var styrkt af rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar.

Á höfuðborgarsvæðinu er notast við forgangskerfi til að gefa neyðarakstri forgang í gegnum ljósastýrð gatnamót. Fjöldi umferðarljósa sem tengd eru við neyðarbílakerfið er 53 talsins af samtals 209 ljósastýrðum gatnamótum á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt upplýsingum frá sumarmánuðum 2022.

Forgangskerfið virkar þannig að neyðarbílar hafa um borð tölvubúnað sem gefur frá sér GPS staðsetningu bílsins. Þegar bíllinn keyrir fram hjá ræsipunkti með forgangsljósin á, þá sendir tölvubúnaðurinn merki í miðstýrða tölvu sem skipar næstu umferðaljósum að setja af stað neyðarforrit sem gefur grænt ljós á þá stefnu sem bíllinn keyrir. Kerfið var tekið í notkun árið 2016 og er reynsla rekstraraðila jákvæð, en fram kemur að kerfið virki vel og auki öryggi bílstjóra neyðarbíla og annarra farartækja. Markmið verkefnis er að stuðla að styttri viðbragðstíma neyðarbílakerfis, auka skilning notenda kerfisins, bæta gegnsæi á virkni kerfis og að kortleggja blinda punkta þess sem hjálpar við forgangsröðun framkvæmda og endurnýjun umferðarljósa.

Með gögnum úr stýrikössum umferðarljósa frá Reykjavíkurborg og gögnum frá SHS úr búnaði neyðarbíla var hægt að kortleggja ræsipunkta á höfuðborgarsvæðinu og framkvæma tölfræðilega greiningu á virkni ræsipunktakerfisins.

Tekin var saman tölfræði um tvö gatnamót, Snorrabraut – Eiríksgötu og Snorrabraut – Gömlu Hringbraut, um hversu oft kerfið fer í gang og um neyðarbíla sem fara þar í gegn. Á tímabilinu 1. apríl – 14. júní 2022 hafði kerfið verið ræst 270-285 sinnum á hvorum gatnamótum, það er 3,5-3,8 sinnum á dag að meðaltali. Mest var kerfið ræst 10 sinnum á einum degi. Kerfið var að meðaltali í gangi í 62-63 sekúndur þegar það var ræst – en fór í 9%-12% tilfella nálægt hámarkstíma sem skilgreindur er (3 mín). Heilt yfir má því segja að kerfið sé mikið notað, bílar ræsi sig inn og út úr kerfinu innan skilgreindra tímamarka og hafi því ekki teljandi neikvæð áhrif á almenna umferð. Þó má fækka fjölda skipta sem kerfið keyrir til loka skilgreinds hámarkstíma, sér í lagi þeirra tilfella sem verða vegna tæknilegra annmarka.

Langoftast er kallað á kerfið þegar neyðarbílar keyra til vesturs frá Fossvogsspítala og Skógarhlíð þar sem neyðarbílar hafa aðsetur eða í 92%-95% tilvika. Það skýrist af stórum hluta af því að neyðarljós eru líklegri til að vera á þegar bíll er á leið á vettvang – heldur en á leið til baka. Þó er athyglisvert hversu hátt hlutfallið er.

Þegar höfuðborgarsvæðið er skoðað sem heild sést að flest ljósastýrð gatnamót sem tengd eru kerfinu eru staðsett í Reykjavík og þá helst á stofnbrautum eins og Bústaðavegi og Miklubraut. Helst vantar tengingu við Sæbraut, Suðurlandsbraut, Hringbraut, Breiðholtsbraut og Nýbýlaveg.

Meginniðurstaða verkefnisins er að kerfið er mikið notað og neyðarbílar fá forgang oft á dag sem gefur til kynna að kerfið hafi hjálpað til við að stuðla að bættum viðbragðstímum í mörgum tilfellum. Betri endurgjöf mætti þó berast frá kerfinu til notenda (bílstjóra) svo þeir sjái að kerfið virki, og bílstjórar geti gefið endurgjöf til rekstraraðila ef ljós hefur ekki orðið grænt þegar kallað er á það. Áhugavert væri einnig í framtíðinni að setja viðbragðstíma fyrir upptöku kerfisins í samhengi við viðbragðstíma eftir upptöku þess, skilgreina árangursmælikvarða og halda úti tölfræði fyrir öll umferðarljós höfuðborgarsvæðisins.

Ræsipunktakerfi neyðarbíla – Úttekt á ræsipunktakerfi neyðarbíla höfuðborgarsvæðisins, skýrsla.


Nánari upplýsingar veita:

Davíð Guðbergsson
Samgönguverkfræðingur M.Sc.
davidg@vso.is
s: 585 9206



Herdís Birna Hjaltalín
Umhverfis- og byggingarverkfræði B.Sc.
herdis@vso.is
S: 585 9194

The post Ræsipunktakerfi neyðarbíla reynist vel appeared first on VSÓ Ráðgjöf.

]]>
https://www.vso.is/raesipunktakerfi-neydarbila-reynist-vel/feed/ 0
Áhugaverðir staðir á Gullna hringnum – skráning myndastoppa https://www.vso.is/gullni-hringurinn-skraning-myndastoppa/ https://www.vso.is/gullni-hringurinn-skraning-myndastoppa/#respond Wed, 03 May 2023 15:45:13 +0000 https://www.vso.is/?p=60503 Gera þarf úr­bæt­ur og auka um­ferðarör­yggi á mörg­um áningarstöðum ferðamanna við Gullna hring­inn. skv. úttekt VSÓ á helstu stöðum þar sem ferðamenn stoppa til að taka myndir eða skoða útsýnið á þessari fjölförnu ferðamannaleið.

The post Áhugaverðir staðir á Gullna hringnum – skráning myndastoppa appeared first on VSÓ Ráðgjöf.

]]>
02. maí 2023

Áhugaverðir staðir á Gullna hringnum – skráning myndastoppa

Gera þarf úrbætur og auka umferðaröryggi á mörgum áningarstöðum ferðamanna við Gullna hringinn. Þetta er meginniðurstaða skýrslu sem VSÓ Ráðgjöf vann Vegagerðina en verkefnið var fjármagnað af Vörðu sem er samstarfsverkefni á vegum menningar- og viðskiptaráðuneytisins og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.

Markmið verkefnisins, sem ber yfirskriftina Áhugaverðir staðir á Gullna hringnum – skráning myndastoppa, var að fá heildstæða yfirsýn yfir staði á Gullna hringnum þar sem ferðamenn stoppa gjarnan til myndatöku og þar sem engin aðstaða er til staðar. Einnig að leggja til fyrstu úrbætur að bættu flæði umferðar ferðamanna um svæðið og jöfnun á álagstoppum sem og búa til grunn til frekari úrbóta til framtíðar.

Úttekt á 24 stöðum á 210 km vegarkafla
Gerð var úttekt á 24 stöðum á 210 km vegarkafla um Þingvallaveg, að Geysissvæðinu og Gullfossi og niður á Suðurlandsveg skammt norðan við Selfoss. Tekin voru viðtöl við aðila sem þekkja vel til umferðar um Gullna hringinn og þeir beðnir um að segja frá þeim stöðum þar sem þeir verða varir við að ferðamenn stoppi til myndatöku.

Í skýrslunni er fjallað var um hvern stað fyrir sig í máli og myndum. Hver og einn staður er flokkaður, gefin einkunn fyrir umferðaröryggi og sagt frá þeim aðbúnaði sem finna má á hverjum stað t.d. ef þar má finna bekki, borð eða skilti. Tekið er fram í kafla hvers áningarstaðar hvort skráð slys eða óhöpp hafi átt sér stað í námunda við staðinn og byggt á slysakorti Samgöngustofu yfir 10 ára tímabil, frá 2012 til 2021.

Norðurljósin mikið aðdráttarafl
Aðdráttarafl á hverjum stað er tilgreint, s.s. útsýni,  gönguleiðir og norðurljós. Við vinnslu skýrslunnar kom í ljós vöntun á svæðum þar sem hægt er að njóta norðurljósanna í öllu sínu veldi í öruggu umhverfi og  lágmarks ljósmengun. Í viðauka skýrslurnnari er að finna tillögur um hvernig myndastopp, áningarstaður og norðurljósastopp gætu litið út.  Þar eru jafnframt lagðar til úrbætur á níu áningarstöðum, með vísun í hönnunartillögur.

Höfundar skýrslunnar eru Auður Magnúsdóttir umhverfisstjórnunarfræðingur og Ásta Camilla Gylfadóttir landslagsarkitekt hjá VSÓ Ráðgjöf.

 

Áhugaverðir staðir á gullna hringnum – Skráning myndastoppa, skýrsla [pdf].
Stórhættulegar „sjálfur“ umfjöllun Í fréttum RÚV þann 26.04.2023.
Myndastoppin viða hættusöm umfjöllun á vef MBL þann 25.04.2023. 

VSÓ Ráðgjöf veitir þjónustu á breiðu sviði sem styður við öryggi í samgöngum og stefnumótun ferðaþjónustu á sviði sjálfbærni og ábyrgrar ferðaþjónustu.


Nánari upplýsingar veitir:

Ásta Camilla Gylfadóttir 
Landslagsarkitekt M.Sc.
astag@vso.is
s: 585 9183

The post Áhugaverðir staðir á Gullna hringnum – skráning myndastoppa appeared first on VSÓ Ráðgjöf.

]]>
https://www.vso.is/gullni-hringurinn-skraning-myndastoppa/feed/ 0
Styrkir úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar https://www.vso.is/styrkir-ur-rannsoknarsjodi-vegagerdarinnar/ https://www.vso.is/styrkir-ur-rannsoknarsjodi-vegagerdarinnar/#respond Tue, 14 Mar 2023 09:29:25 +0000 https://www.vso.is/?p=59241 Nýverið var úthlutað styrkjum úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar og hlutu sjö verkefni frá VSÓ styrk úr sjóðnum. Verkefnin snúa m.a. að umferðarljósastýringum, greiningu á ferðavenjum, hönnunarleiðbeiningum fyrir hjólreiðar o.fl.

The post Styrkir úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar appeared first on VSÓ Ráðgjöf.

]]>
03. mars 2023

Styrkir úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar

Nýverið var úthlutað styrkjum úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar og hlutu sjö verkefni frá VSÓ styrk úr sjóðnum. Verkefnin snúa m.a. að umferðarljósastýringum, greiningu á ferðavenjum og endurbótum á hönnunarleiðbeiningum fyrir hjólreiðar. VSÓ hefur á undanförnum árum unnið fjölmörg rannsóknarverkefni í samvinnu við Vegagerðina sem hafa gefið áhugaverðar niðurstöður. VSÓ Ráðgjöf þakkar rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar kærlega fyrir styrkveitingarnar.

Hér fyrir neðan má fræðast nánar um þau verkefni sem hlutu styrk.

Slys á gatnamótum - Samband slysatíðni, alvarleika slysa og umferðarhraða

Tilgangur verkefnisins er að rannsaka áhrif umferðarhraða á slysatíðni og hlutfall slysa með meiðslum á gatnamótum. Einnig verður samband slysatíðni og hlutfall slysa með meiðslum skoðað enn frekar. Markmiðið er að sannreyna þetta samband og útskýra það með mældum umferðarhraða. Í erlendum rannsóknum hafa gatnamót í plani með uppsettum hraðamyndavélum þótt koma betur út heldur en gatnamót sem eru mislæg að hluta þegar umferðaröryggi er skoðað. Því er mikilvægt að taka umferðahraða með í greiningar á umferðaröryggi.

Rannsóknin frá 2018 gaf vísbendingu um að slysatíðni sé talsvert lægri á mislægum gatnamótun en á plangatnamótum en hins vegar væru meiri líkur á að meiðsli verði í slysum á mislægum gatnamótum. Fyrirvari var þó gerður við að gagnasafnið var það lítið að niðurstöður væru aðeins vísbending. Nefnt var að æskilegt væri að endurtaka rannsóknina, með betri gögnum, að nokkrum árum liðnum til að athuga hvort niðurstöðurnar standist eða hvort aðrar breytur en hraði hafi meiri áhrif á slysatíðni og alvarleika slysa.

Ferðavenjur íbúa höfuðborgarsvæðisins

Ferðavenjukannanir gefa gríðarlega mikilvægar upplýsingar fyrir öll þau sem starfa að skipulags- og samgöngumálum og gera það kleift að hægt sé að fylgjast með þróun og breytingum á hegðunarmynstri. Þannig gefa ferðavenjukannanir mikilvægar grunnforsendur fyrir spálíkön. Mikilvægi þeirra eykst svo enn frekar þegar reynt er að spá fyrir um breytingar á ferðamáta og áhrif þeirra á framtíðarumferð.

Gerðar hafa verið sex stórar ferðavenjukannanir á höfuðborgarsvæðinu; árin 2002, 2011, 2014, 2017, 2019 og 2022. Nýjasta ferðavenjukönnun var framkvæmd haustið 2022 og birting á niðurstöðum væntanleg á vormánuðum 2023. Þessar kannanir hafa skilað áþekkum niðurstöðum hvað varðar ferðir á einstakling en t.d. sýnir könnunin frá 2019 að eldri borgarar fara færri ferðir nú en þeir gerðu í fyrri könnunum.

Markmið þessa verkefnis er að bera saman niðurstöður ferðavenjukönnunar árið 2022 við fyrri ár, en VSÓ hefur áður gert sambærilegan samanburð (https://www.vso.is/ferdir-a-einstakling-ferdavenjukonnun/)

Slökkt á umferðarljósum

Á höfuðborgarsvæðinu eru um 150 umferðarljós að finna við gatnamót. Árið 1949 voru fyrstu umferðarljósin tekin í notkun á Íslandi (Þegar umferðarljósin komu til Íslands | bilaskra.is | bilaskra.is) og hefur þeim fjölgað nokkuð stöðugt síðan. Stundum eftir að umferðarljós hafa staðið í einhvern tíma er svo komist að þeirri niðurstöðu að best sé að taka þau niður. Til dæmis gleymist oft að Laugavegur – Skólavörðuholt voru eitt sinn ljósastýrð gatnamót. Hér er leitast við að svara því hvenær umferðarljós eiga við og hvenær þau eiga ekki við.

Litið verður til Hollands varðandi lausnir við að fjarlægja umferðarljós á gatnamótum.  Þar í landi, nánar tiltekið í Amsterdam, var ákveðið að fjarlægja umferðarljós og átti það í byrjun einungis að vera tilraunarverkefni og standa yfir í tvær vikur en er nú varanlegt ástand vegna bættra aðstæðna. Skoðað verður hvað virkaði vel þar og hvernig og hvort hægt er að yfirfæra það yfir á íslenskar aðstæður.

Hjólalausnir við gatnamót – Uppfærsla á hönnunarleiðbeiningum fyrir hjólreiðar

Hönnun á hjólastígum hefur verið í mikilli þróun síðustu ár. Vegagerðin gaf út hönnunarleiðbeiningar fyrir hjólreiðar árið 2019 sem þarfnast endurbóta m.t.t. aðstæðna við gatnamót. Verkefnið afmarkast því við þann hluta hjólastígahönnunar sem snýr að því að leiða hjólandi gegnum gatnamót, hvort sem um er að ræða gatnamót með eða án ljósastýringar, krossgatnamót, T-gatnamót eða hringtorg.

Markmið verkefnisins er að útbúa leiðbeinandi viðmið fyrir hjólalausnir fyrir vega- og gatnamót sem hægt er að styðjast við á hönnunarstigi framkvæmda. Slík leiðbeinandi viðmið munu stuðla að samræmdri hönnun, draga úr hættu sem skapast við vega- og gatnamót þar sem hjólandi umferð er og bæta þar með umferðaröryggi.

Eru áherslur mótvægisáhrifa í samræmi við vænt áhrif umhverfismats?

Samkvæmt lögum nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana er mótvægisaðgerðum ætlað að koma í veg fyrir, draga úr eða bæta fyrir neikvæð umhverfisáhrif fyrirhugaðrar framkvæmdar eða áætlunar. Í rannsókn sem gerð var 2019 um eftirfylgni mótvægisaðgerða viðruðu viðmælendur hjá fagstofnunum áhyggjur um að ákveðins samhengisleysis gæti milli þeirra mótvægisaðgerða sem lagðar eru fram og væntra umhverfisáhrifa framkvæmda. Eðlilegt væri að megin áhersla væri lögð á að koma í veg fyrir og draga úr áhrifum af þeim þáttum sem eru taldar leiða til mestu umhverfisáhrifanna og svo koll af kolli. Ef mótvægisaðgerðum er ekki beint að veigamestu umhverfisáhrifum má segja að það skorti samhengi við megin niðurstöður umhverfismats.

Verkefnið snýr að því að skoða hverjar áherslur mótvægisaðgerða hafa verið í umhverfismatsskýrslum fyrir innviðaframkvæmdir (vegi og raflínur) á tímabillinu 2006-2022. Markmiðið er sjá hvort með mótvægisaðgerðum sé raunverulega verið að leitast eftir því að koma í veg fyrir og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif framkvæmda og hvort þeim sé beint að umfangsmestu umhverfisáhrifunum.

Actibumb - Reynsla af gagnvirkri hraðahindrun

Skoða hvernig virkni og reynslu af nýrri gagnvirkri hraðahindrun(Actibump) í Ólafsvík. Gagnvirkar hraðahindranir eru kerfi sem virka á þann veg að hleri fellur niður um nokkra sentímetra ef ökutæki er ekið of hratt miðað við leyfilegan hámarkshraða götunnar. Búnaðurinn virkar þannig að skynjari, yfirleitt radarmælir, mælir hraða ökutækja og virkjar hraðahindrunina sé ökutæki ekið of hratt. Þegar hraðahindrunin er virkjuð fellur hleri, sem búið er að koma fyrir í yfirborði vegarins, niður um nokkra sentímetra, við það fá ökumenn áminningu um að ekið sé of hratt.

Skoðuð verða eldri gögn um aksturshraða á svæðinu áður en hraðahindrunin var sett upp og borin saman við núverandi aksturshraða eftir að hún var sett upp. Einnig er fyrirhugað að skoða hegðun ökumanna og gangandi á svæðinu í dag og setja í myndgreiningu og kortleggja hvernig fólk hegðar sér yfir hraðahindrunina og kortleggja t.d „nætum því slys“

Markmið verkefnisins er að skoða reynslu og virkni nýju gagnvirku hraðahindrunarinnar í Ólafsvík og hvort hún sýni fram á að rétt sé að stefna á fleiri gagnvirkar hraðahindranir.

Endurskoðun EC7, jarðtæknihönnun

Um er að ræða áframhaldandi vinnu við endurskoðun á jarðtæknistaðlinum, Eurocode 7 ásamt íslenskum þjóðarviðaukum, sem stendur nú yfir en verkefni þetta hefur verið í gangi frá árinu 2010 svo í þessu tilviki er um langtímaverkefni að ræða. Eurocode 7 hefur verið tekinn upp hérlendis sem og á hinum Norðurlöndunum og gildir um alla jarðtæknilega hönnun og rannsóknir. Norrænu jarðtæknifélögin hafa stofnað „spegilnefnd“ um verkefnið og taka virkan þátt í endurskoðuninni sem einn hópur. Íslendingar eiga 3 fulltrúa í spegilnefndinni og er þar aðalfulltrúi Íslands starfandi hjá VSÓ Ráðgjöf.

Tilgangur verkefnisins er að hafa rödd þegar drög að uppfærðum þolhönnunarstaðli á sviði jarðtæknihönnunar – Eurocode 7 (EC7) – eru mótuð og gæta hagsmuna Íslands og þar á meðal Vegagerðarinnar; einnig að notendur EC7 og aðrir hagsmunaaðilar verði upplýstir um breytingarnar sem verða með nýrri útgáfu enda verða þær umtalsverðar m.a. í ljósi tæknibreytinga en einnig viðhorfsbreytinga og áhrifa loftslagsbreytinga.

The post Styrkir úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar appeared first on VSÓ Ráðgjöf.

]]>
https://www.vso.is/styrkir-ur-rannsoknarsjodi-vegagerdarinnar/feed/ 0
K64 – Þróunaráætlun um uppbyggingu nærsvæðis Keflavíkurflugvallar https://www.vso.is/k64-utgafa-throunaraaetlunar https://www.vso.is/k64-utgafa-throunaraaetlunar#respond Thu, 09 Mar 2023 19:24:55 +0000 https://www.vso.is/?p=59246 Þróunaráætlun KADECO um heildstæða sýn á uppbyggingu nærsvæðis Keflavíkurflugvallar fram til ársins 2050 hefur verið gefin út. Við hjá VSÓ erum ákaflega stolt af því að hafa tekið þátt í þessu metnaðarfulla verkefni.

The post K64 – Þróunaráætlun um uppbyggingu nærsvæðis Keflavíkurflugvallar appeared first on VSÓ Ráðgjöf.

]]>
09. mars 2023

K64 – Þróunaráætlun um uppbyggingu nærsvæðis Keflavíkurflugvallar

Þróunaráætlun KADECO um heildstæða sýn á uppbyggingu nærsvæðis Keflavíkurflugvallar fram til ársins 2050 hefur verið gefin út.  Þróunaráætlunin, sem gengur undir heitinu K64, var unnin af þverfaglegu teymi, undir forystu hönnunarstofunnar KCAP ásamt WSP, FELIXX, MIC-HUB, VSÓ Ráðgjöf, Buck Consultants International, Buro Happold, Base Design, Maurits Schaafsma og  Kanon Arkitektum.

Við hjá VSÓ erum ákaflega stolt af því að hafa tekið þátt í þessu metnaðarfulla verkefni sem m.a. miðar að því að byggja upp þróunarsvæði sem saman mynda vistkerfi sem einkennist af samvinnu og sambúð iðnaðar, samgangna, nýsköpunar og sjálfbærrar byggðaþróunar.

Hægt er að kynna sér verkefnið nánar með því að smella á tenglana hér fyrir neðan.

The post K64 – Þróunaráætlun um uppbyggingu nærsvæðis Keflavíkurflugvallar appeared first on VSÓ Ráðgjöf.

]]>
https://www.vso.is/k64-utgafa-throunaraaetlunar/feed/ 0